Við krefjumst þess að:

  1. heilbrigðisstarfsfólk hlusti á konur og fólk með endó, trúi þeim og geri ekki lítið úr reynslu þeirra
  2. stjórnvöld setji aukið fjármagn í úrræði fyrir konur og fólk með endó
  3. biðin eftir greiningu á endó sé stytt og að kerfið grípi fólk fyrr

Skrifaðu undir og skoraðu á stjórnvöld að bæta heilbrigðisþjónustu fyrir konur og fólk með endó

Endo undirskrift
Endó er hvorki hugarburður né veiklyndi. Konur og einstaklingar sem fæðast með innri kvenlíffæri mæta oft mótlæti innan heilbrigðiskerfisins og fá ekki þá aðstoð sem þau eiga rétt á. Endómetríósa er krónískur sjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka og langvarandi skaða, sérstaklega ef hún er ómeðhöndluð. 

Hlutir sem konur og fólk með endó hafa í alvöru fengið að heyra frá heilbrigðisstarfsfólki

„Eignastu bara barn og þá batnar þetta örugglega.“
„Það er ekkert að þér, þú ert bara að byrja á túr.“
„Þú þarft bara að grennast.“
„Legið þitt er svo fallegt að við förum ekkert að hrófla við því.“
„Byrjar þessi aftur... Það er ekkert að henni.“
„Ertu ekki að drekka nóg vatn?“
„Líkaminn býr oft til öll þessi einkenni til að kalla á meiri verkjalyf, það er ástæðan fyrir þessum verkjum.“
„Lykkjan mun leysa öll þessi vandamál.“
„Þú hlýtur að vera með mjög lágan sársaukaþröskuld.“
„Farðu bara heim og taktu íbúfen.“
„Þetta er nú bara ímyndun.“

Farðu inn á endo.is til fræðast meira um endómetríósu og starfsemi Endósamtakanna